Öruggt hjá Selfyssingum

Selfoss heldur sínu striki í 1. deild karla í handbolta en í gærkvöldi vann liðið öruggan sigur á Fjölni á útivelli, 25-33.

Selfyssingar leiddu í hálfleik, 13-17, og kláruðu leikinn svo í seinni hálfleik með sannfærandi átta marka sigri.

Sverrir Pálsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Einar Sverrisson og Hörður Másson skoruðu 5, Andri Már Sveinsson og Jóhann Erlingsson 4, Jóhannes Snær Eiríksson og Örn Þrastarson 3 og þeir Axel Sveinsson, Ómar Vignir Helgason og Magnús Már Magnússon skoruðu allir 1 mark.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 15 stig en þar fyrir ofan eru Stjarnan með 16 stig og topplið Aftureldingar sem er ósigrað með 20 stig. Selfoss tekur á móti toppliðinu í næsta leik, föstudaginn 6. desember.