Öruggt hjá Selfyssingum gegn ÍH

Selfoss situr áfram í 3. sæti 1. deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á botnliði ÍH í Kaplakrika í gær.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en að þrjátíu mínútum liðnum var staðan 11-11. Selfyssingar tóku sig hins vegar á í seinni hálfleik, náðu fljótlega fjögurra marka forskoti, 13-17, og sigruðu að lokum með tíu marka mun, 22-32.

Hörður Másson var markahæstur Selfyssinga með átta mörk, Guðjón Ágústsson skoraði sex, Sverrir Pálsson fimm, Hergeir Grímsson fjögur, Alexander Egan þrjú, Jóhannes Eiríksson og Ómar Helgason tvö og þeir Árni Guðmundsson og Jóhann Erlingsson skoruðu sitt markið hvor.

Sebastian Alexandersson varði níu skot í marki Selfoss, var með 45% markvörslu og Helgi Hlynsson varði fjögur skot og var með 27% markvörslu.

Fyrri greinSunnlendingar komnir yfir 20.000
Næsta greinHeitavatnslaust í Ölfusi á þriðjudag