Öruggt hjá Selfyssingum gegn Þrótti

Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld, 35-23. Hörður Másson var markahæstur Selfyssinga í leiknum sem fram fór í Vallaskóla.

Leikurinn byrjaði rólega og var jafnt á flestum tölum en þegar leið á fyrri hálfleikinn skriðu Selfyssingar framúr og náðu að byggja upp gott forskot en staðan var 19-10 í hálfleik og ágætis bolti í Selfossliðinu.

Selfoss byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og bætti við forskotið en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 22-11. Selfoss lék frábæra vörn á þessu kafla og fékk auðveld færi í sókninni í kjölfarið.

Þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 29-16 en Arnar Gunnarsson þjálfari nýtti varamenn sína vel á lokakaflanum og vann Þróttur þann kafla 6-7. Sigur Selfoss var hins vegar löngu kominn í höfn og að lokum skildu tólf mörk liðin að.

Hörður Másson átti fínan leik fyrir Selfoss og var markahæstur með 8 mörk. Sömu sögu má segja um Einar Sverrisson sem stóð sig vel í vörn og sókn og skoraði 7 mörk. Hörður Bjarnarson og Einar Pétur Pétursson skoruðu 5 mörk, Andri Már Sveinsson 4, Matthías Örn Halldórsson 3, Gústaf Lilliendahl 2 og Magnús Már Magnússon 1.

Helgi Hlynsson varði 13/1 skot og var með 52% markvörslu og Sverrir Andrésson varði 5 skot og var með 30% markvörslu.

Næsti leikur Selfoss er engin smáleikur en liðið tekur á mót ÍBV í alvöru Suðurlandsslag í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar kl. 19:30 á miðvikudaginn.

Fyrri greinValsmenn sterkari í Iðu
Næsta greinGóður útisigur hjá Hamri