Öruggt hjá KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga heldur áfram góðri siglingu í B-riðli 3. deildar karla en liðið vann KH á heimavelli í kvöld, 3-1.

Rangæingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og þeir komust í 2-0 með mörkum frá Reyni Björgvinssyni og Boban Jovic. KH minnkaði muninn í 2-1 fyrir leikhlé og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Reynir bætti svo við öðru marki fyrir KFR og tryggði þeim 3-1 sigur í síðari hálfleik en mörkin hefðu getað orðið fleiri hjá Rangæingum þar sem fjölmörg færi fóru forgörðum.

KFR hefur nú 9 stig eftir fjóra leiki í öðru sæti riðilsins og er það einu stigi meira en liðið fékk í allt fyrra sumar.

Fyrri greinFærin fóru í súginn
Næsta greinStútar á stolnum bíl