Öruggt hjá Hamri og Stokkseyri

Atli Þór Jónasson skoraði tvisvar fyrir Hamar í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og Stokkseyri unnu örugga sigra í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld, en liðin spila bæði í B-riðli deildarinnar í sumar.

Hamar tók á móti Smára á Grýluvelli og þar kom Alfredo Sanabria Hamri yfir í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið, en hann skipti frá Stokkseyri í Hamar á dögunum. Smáramenn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks en aðeins tveimur mínútum síðar kom Óliver Þorkelsson Hamri í 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Hvergerðingar gerðu svo út um leikinn þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá skoraði Atli Jónasson og tryggði Hamri 3-1 sigur.

Stokkseyri heimsótti KFB á Álftanesið. Heimamenn skoruðu sjálfsmark til þess að brjóta ísinn og varamaðurinn Jóhann Björn Valsson kom svo Stokkseyri í 0-2 í seinni hálfleik. KFB klóraði í bakkann í lokin með marki en lokatölur urðu 1-2 og sigur Stokkseyringa sanngjarn.

Hamar er í toppsæti B-riðils með 6 stig en Stokkseyri er í 3. sætinu með 3 stig og eiga leik til góða á Hamar.

Fyrri greinSelfoss vann í markaleik
Næsta greinHamarsmenn komnir í úrslit