Öruggt hjá Hamri í Hólminum

Hamarskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir öruggan sigur á Snæfelli á útivelli í kvöld, 71-94.

Hamar var sterkari aðilinn allan tímann. Þær byrjuðu vel og leiddu í hálfleik, 27-43. Yfirburðir Hamars héldu áfram í seinni hálfleik og Snæfelli gekk illa að stöðva sóknir Hvergerðinga. Staðan var 49-70 að loknum 3. leikhluta og munurinn jókst enn frekar í síðasta fjórðungnum.

Jaleesa Butler var stigahæst í liði Hamars með 29 stig og 15 fráköst. Slavica Dimovska skoraði 26 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir 22 og Fanney Guðmundsdóttir 7 auk þess að taka 10 fráköst.

Hamarskonur verða því í pottinum þegar dregið er í undanúrslit ásamt Keflavík, KR og Njarðvík.

Fyrri greinMisstu af sæti á HM
Næsta greinHross aflífað eftir ákeyrslu