Öruggt hjá Hamri í Hólminum

Florijan Jovanov skoraði 21 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan útisigur á botnliði Snæfells í Stykkishólmi en Selfoss tapaði fyrir Fjölni, sömuleiðis á útivelli, í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Hamar náði góðu forskoti strax í 1. leikhluta gegn Snæfelli og staðan í hálfleik var 32-42. Hamar jók muninn jafnt og þétt í seinni hálfleik og lokatölur urðu 63-99.

Florijian Jovanov og Ragnar Ragnarsson voru stigahæstir hjá Hamri, báðir með 21 stig.

Í Grafarvoginum lentu Selfyssingar undir í 1. leikhluta, 32-14. Annars var leikurinn jafn heilt yfir en staðan í hálfleik var 54-35. Munurinn minnkaði lítið fyrr en á lokakaflanum en lokatölur urðu 95-82.

Marvin Smith Jr. fór mikinn í liði Selfoss í kvöld og skoraði 34 stig.

Hamar er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig en Selfoss er í 6. sæti með 14 stig.

Tölfræði Hamars: Florijan Jovanov 21/7 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 21/4 fráköst, Everage Lee Richardson 17/6 fráköst/9 stoðsendingar, Julian Rajic 14/7 fráköst, Kristófer Gíslason 8/4 fráköst, Marko Milekic 7/7 fráköst, Dovydas Strasunskas 4/5 fráköst, Arnar Daðason 2, Guðbjartur Máni Gíslason 2, Arnar Daðason 2, Geir Elías Úlfur Helgason 1.

Tölfræði Selfoss: Marvin Smith Jr. 34/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 18, Hlynur Hreinsson 9/4 fráköst, Bergvin Ernir Stefánsson 6/4 fráköst/3 varin skot, Björn Ásgeir Ásgeirsson 6/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4, Ari Gylfason 3/4 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 2.

Fyrri greinKarl Gauti genginn til liðs við Miðflokkinn
Næsta greinAdam með sigurmark á ögurstundu