Öruggt hjá Hamri gegn Sindra

Oddur Ólafsson skoraði 12 stig og sendi 9 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan sigur á Sindra í 1. deild karla í körfubolta í Hveragerði í gær.

Hamar byrjaði leikinn af krafti, skoraði 29 stig í fyrstu tveimur leikhlutunum og leiddi 58-42 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og munurinn jókst lítið, en í síðasta fjórðungnum steig Hamar á bensíngjöfina í sókninni og spilaði hörku vörn. Lokatölur urðu 103-67.

Julian Rajic var stigahæstur hjá Hamri með 24 stig á rúmlega 23 mínútum, auk þess sem hann tók 10 fráköst. Kristófer Gíslason skoraði 16 stig, Everage Richardson og Florijan Jovanov 13 og Oddur Ólafsson 12 en Oddur átti 9 stoðsendingar í leiknum.

Eftir leikinn er Hamar í 5. sæti deildarinnar með 20 stig en Sindri er í 7. sæti með 2 stig.