Öruggt hjá Hamri gegn botnliðinu

Úr leiknum í kvöld. Ljósmynd/Hamar

Topplið Hamars tók á móti botnliði Stál-úlfs í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld.

Stál-úlfur reyndist lítil fyrirstaða; Hamarsmenn unnu fyrstu hrinuna 25-16, aðra hrinuna 25-21 og þá þriðju 25-13 og leikinn þar með örugglega 3-0.

Stigahæstur í liði Hamars var Tomek Leik með 14 stig.

Hamar hefur öruggt forskot á toppi deildarinnar með 24 stig en liðið hefur unnið alla átta leiki sína og aðeins tapað einni hrinu.

Fyrri greinSúrt tap í Skagafirðinum
Næsta greinFélagsmiðstöðin Zelsíuz hlaut Íslensku menntaverðlaunin