Öruggt hjá Hamri gegn botnliðinu

Hamar vann öruggan útisigur á botnliði Reynis í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 65-88.

Hvergerðingar tóku leikinn í sínar hendur strax í upphafi og leiddu 35-48 í hálfleik. Munurinn jókst í báðum fjórðungunum í seinni hálfleik og að lokum skildu 23 stig liðin að.

Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 34 stig/15 fráköst (44 í framlag), Þorsteinn Gunnlaugsson 21 stig/16 fráköst (32 í framlag), Sigurður Orri Hafþórsson 9 stig/4 fráköst, Oddur Ólafsson 9 stig/6 fráköst, Stefán Halldórsson 6 stig, Bjartmar Halldórsson 5 stig, Björn Ásgeir Ásgeirsson 3 stig, Páll Ingason 1 stig.

Eftir leiki kvöldsins er Hamar í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en keppni er nú hálfnuð í 1. deildinni.

Fyrri greinÁrborg í 8-liða úrslitin
Næsta greinFærri kynferðisbrot til rannsóknar