Öruggt hjá Hamri á Ísafirði

Hamar vann öruggan sigur á KFÍ í 1. deild karla í körfubolta á Ísafirði í kvöld. Lokatölur urðu 62-85.

Hvergerðingar mættu ákveðnir til leiks og leiddu í leikhléi, 25-42. Hamar gerði svo út um leikinn í 3. leikhluta en staðan að honum loknum var 43-67.

Hamar fór með sjö leikmenn vestur og komust þeir allir á blað.

Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 33 stig/13 fráköst/7 stoðsendingar (44 í framlag), Þorsteinn Gunnlaugsson 15 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Orri Hafþórsson 13 stig/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 12 stig/8 fráköst, Stefán Halldórsson 5 stig, Oddur Ólafsson 4 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Bjartmar Halldórsson 3 stig/5 fráköst.