Öruggt hjá FSu í lokaumferðinni

FSu vann öruggan sigur á botnliði ÍA á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Lítið var skorað í leiknum en FSu hafði frumkvæðið stærstan hluta hans. Staðan í leikhléi var 23-23 en sóknarleikur FSu batnaði í síðari hálfleik og lokatölur urðu 43-65.

Antowine Lamb var stigahæstur hjá FSu með 18 stig og 15 fráköst, Hlynur Hreinsson skoraði 15 stig, Florian Jovanov skoraði 12 stig og tók 14 fráköst og Sveinn Hafsteinn Gunnarsson skoraði 10 stig.

Þetta var síðasti leikur FSu í deildinni í vetur en liðið varð í næst neðsta sæti 1. deildarinnar með 10 stig og var árangurinn langt undir væntingum, en liðinu var spáð 3. sæti.

Fyrri greinHalldór Garðar með 42 stig gegn KR
Næsta greinUngt par frá Hollandi lést á Lyngdalsheiði