Öruggt hjá FSu gegn Vængjunum

FSu vann öruggan sigur á Vængjum Júpíters í gærkvöldi í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur í Rimaskóla voru 65-98.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en FSu náði mest fimm stiga forystu, 10-15. Staðan var 24-27 eftir tíu mínútna leik. Í 2. leikhluta rifu Selfyssingar sig frá gestunum með 4-16 áhlaupi og staðan þá orðin 28-43. Í hálfleik leiddi FSu með sextán stigum, 34-50.

Í seinni hálfleik var leikurinn í öruggum höndum FSu sem jók forskotið jafnt og þétt og að lokum var munurinn 35 stig, 65-98.

Collin Pryor skoraði 38 stig fyrir FSu og tók 11 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson skoraði 16 stig, Hlynur Hreinsson 12, Erlendur Stefánsson 8, Geir Helgason 7, Birkir Víðisson 6, Ari Gylfason og Gísli Gautason 3, Maciej Klimaszewski og Arnþór Tryggvason 2 og Þórarinn Friðriksson 1.

Fyrri greinGóður sigur í spennuleik
Næsta greinUppstillingarnefnd leggur til prófkjör