Öruggt hjá FSu gegn Blikum

FSu vann öruggan sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og tryggði sér um leið sæti í 8-liða úrslitum keppninnar.

FSu hafði undirtökin allan leikinn og leiddi í hálfleik 44-31. Forskot heimamanna jókst jafnt og þétt í síðari hálfleik og lokatölur urðu 98-64.

FSu-liðið er því komið í 8-liða úrslit og mætir þar Njarðvík á heimavelli næstkomandi þriðjudagskvöld.

Tölfræði FSu: Gunnar Ingi Harðarson 29 stig, Christopher Anderson 19 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar, Cristopher Caird 13 stig/5 fráköst, Ari Gylfason 13 stig/6 fráköst/6 stolnir.

Fyrri greinJóhanna sterkust – Bætti Íslandsmetið í réttstöðulyftu
Næsta greinUngt fólk leitar austur fyrir fjall