Öruggt hjá Árborg

Knattspyrnufélag Árborgar vann öruggan sigur á Huginn frá Seyðisfirði í C-deild Lengjubikars karla í dag, 4-0 á Leiknisvelli.

Árborgarar voru sterkari aðilinn allan tímann og Kjartan Atli Kjartansson braut ísinn í 32. mínútu. Fjórum mínútum síðar kom Hartmann Antonsson Árborg í 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Atli Rafn Viðarsson skoraði þriðja mark Árborgar á 2. mínútu síðari hálfleiks og Kjartan Atli gerði endanlega út um leikinn með öðru marki sínu á 62. mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Árborgar í riðlinum og hefur liðið 3 stig í 2. sæti hans.