Öruggt hjá Þórsurum

Þórsarar unnu öruggan sigur á Leikni í 1. deild karla í körfubolta í dag, 71-106 á útivelli.

Þórsarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 24-47. Lærisveinar Ara Gunnarssonar í Leikni girtu sig í brók í seinni hálfleik en Þórsarar voru sterkir í sókninni og munurinn jókst þegar leið á leikinn.

Eric Palm var stigahæstur Þórsara með 21 stig, Vladimir Bulut skoraði 20, Philip Perre 19, Þorsteinn Ragnarsson 18 og Hjalti Valur Þorsteinsson 10.

Þór og FSu hafa unnið báða leiki sína í deildinni og mætast innbyrðis í Þorlákshöfn á föstudaginn.