Öruggt hjá Þór gegn botnliðinu

Þórsarar unnu öruggan sigur á botnliði Hattar í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-66.

Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar settu í gírinn í 2. leikhluta og voru komnir með gott forskot í leikhléi, 61-36. Lítið var skorað í síðari hálfleik en Þórsarar héldu sínu forskoti örugglega og sigruðu að lokum með 28 stiga mun.

Chaz Calvaron átti fínan leik fyrir Þór og skoraði 28 stig. Halldór Garðar Hermannsson átti sömuleiðis gott kvöld á parketinu.

Þórsarar eru í 9. sæti deildarinnar með 16 stig þegar tvær umferðir eru eftir, en þar fyrir ofan eru Stjarnan og Keflavík með 20 stig. Ætli Þórsarar sér í úrslitakeppnina þurfa þeir að vinna Þór Ak og KR í næstu leikjum og treysta á að Stjarnan tapi gegn Keflavík og Tindastól.

Tölfræði Þórs: Chaz Calvaron Williams 28/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 17, Halldór Garðar Hermannsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 11, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 6/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Styrmir Snær Þrastarson 4, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.

Fyrri greinHamar vann Suðurlandsslaginn
Næsta greinÆgir byrjar vel í Lengjunni