Öruggt hjá Þór á Laugarvatni

Þór Þ. vann öruggan sigur á Laugdælum, 70-98, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta á Laugarvatni í kvöld.

Þórsarar tóku forystuna strax í 1. leikhluta og héldu henni allan tímann. Staðan var 29-45 í hálfleik og munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik.

Pétur Már Sigurðsson var stigahæstur Laugdæla með 28 stig, Bjarni Bjarnason skoraði 18, Sigurður Orri Hafþórsson 11 og Jón H. Baldvinsson 6 auk þess að taka10 fráköst.

Hjá Þór var Þorsteinn Már Ragnarsson stigahæstur með 21 stig, Vladimir Bulut skoraði 19, Grétar Ingi Erlendsson 17, Emil Karel Einarsson 14 og Baldur Þór Ragnarsson 11.