Öruggt gegn botnliðinu

Davíð Arnar Ágústsson skoraði 19 stig fyrir Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Þórs unnu öruggan sigur á botnliði ÍR í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 105-93 í Þorlákshöfn.

Jafnræði var með liðunum framan af leiknum en Þór leiddi í hálfleik, 52-45. Þórsarar höfðu frumkvæðið það sem eftir lifði leiks og náðu að verjast öllum áhlaupum ÍR-inga. Munurinn varð mestur 24 stig, 96-72, um miðjan fjórða leikhluta en ÍR saxaði aðeins á forskotið á lokamínútunum.

Glynn Watson var maður leiksins hjá Þórsurum, skoraði 28 stig og tók 11 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson skoraði 19 stig og þeir Luciano Massarelli og Daniel Mortensen skoruðu báðir 16 stig.

Þórsarar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 6 stig en ÍR áfram á botninum án stiga.

Fyrri greinSmit á sjúkrahúsinu á Selfossi
Næsta greinEkki spilað á Selfossi í kvöld