Öruggt gegn botnliðinu

Gígja Rut Gautadóttir var sterk í vörninni, skoraði 6 stig, tók 6 fráköst og varði 6 skot. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór vann öruggan sigur á B-liði Breiðabliks í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust í Kópavoginum.

Hamar-Þór hafði frumkvæðið gegn botnliðinu allan leikinn og leiddi 27-40 í hálfleik. Kraftmikil byrjun Hamars-Þórs í upphafi seinni hálfleiks gerði endanlega út um leikinn en Hamar-Þór náði mest 39 stiga forskoti í seinni hálfleiknum og lokatölur leiksins urðu 49-88.

Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri-Þór með 25 stig og Jóhanna Ýr Ágústsdóttir kom sterk inn af bekknum með 15 stig.

Hamar-Þór er nú í 4. sæti deildarinnar, með 12 stig eins og KR. B-Blikar eru áfram á botninum án stiga.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 25/7 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 15, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 11, Þóra Auðunsdóttir 9, Helga María Janusdóttir 8, Emma Hrönn Hákonardóttir 8, Gígja Rut Gautadóttir 6/6 fráköst/6 varin skot, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 4/7 fráköst, Valdís Una Guðmannsdóttir 2.

Fyrri greinMótmælir harðlega mögulegum niðurskurði á Sogni
Næsta greinSóknarfæri í nýsköpun