Öruggt á Akureyri

Ragnar Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar unnu öruggan 21-27 sigur á Þór Akureyri í úrvalsdeild karla í handbolta í dag, en liðin mættust fyrir norðan.

Þór skoraði þrjú fyrstu mörkin en Selfoss jafnaði 5-5 þegar tíu mínútur voru liðnar. Eftir það var jafnt á öllum tölum upp í 10-10 en Selfyssingar voru sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu 11-13 í leikhléi.

Selfyssingar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og voru fljótlega komnir með sex marka forystu, 12-18. Eftir það var lítil spenna í leiknum þó að Þórsarar hafi fylgt í humátt á eftir Íslandsmeisturunum.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Ragnar Jóhannsson skoraði 6, Nökkvi Dan Elliðason, Atli Ævar Ingólfsson og Guðjón Baldur Ómarsson skoruðu allir 4 mörk, Tryggvi Þórisson 1 og Hergeir Grímsson 1/1.

Vilius Rasimas varði 13/1 skot í marki Selfoss og var með 39% markvörslu.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig en Þórsarar eru í fallsæti með 8 stig. Selfoss mætir næst Fram á heimavelli næstkomandi sunnudag.

Fyrri greinAllt á fullu í undirbúningi fyrir Skjálftann
Næsta greinHátt í 140 keppendur í stærsta enduromóti síðustu ára