Örninn er lentur í Osló

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjart­ans­son frá Selfossi hefur skrifað und­ir þriggja ára samn­ing  við norska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Vål­erenga.

Félagið staðfesti þetta á sam­fé­lags­miðlum sín­um í dag, undir yfirskriftinni Örninn er lentur.

Viðar þekk­ir vel til hjá Vål­erenga en atvinnumannsferill hans hófst hjá félaginu árið 2014 þar sem hann sló samstundis í gegn og skoraði 25 mörk í 29 leikj­um. Hann var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar 2014 og var í kjölfarið seldur til Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína en síðan lá leið hans til Mal­mö í Svíþjóð, Macca­bo Tel Aviv í Ísra­el, Rostov í Rússlandi, Hamm­ar­by í Svíþjóð, Ru­bin Kaz­an í Rússlandi og síðast Yeni Malatya­spor í Tyrklandi.

Viðar Örn hefur leikið 26 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk.

Fyrri greinTeitur Örn leikmaður ársins hjá Kristianstad
Næsta greinÓlafur safnaði gulli og metum á meistaramóti öldunga