Örn tók silfrið á Smáþjóðaleikunum

Örn Davíðsson. Ljósmynd/selfoss.net

Selfyssingurinn Örn Davíðsson vann silfurverðlaun í spjótkasti karla á Smáþjóðaleikunum sem lauk í Andorra um helgina.

Spjótkastskeppni karla fór fram á laugardag og þar kastaði Örn 68,08 og tryggði sér silfrið. Árangurinn er HSK met í öldungaflokki 35-39 ára en Örn bætti eigið met í flokknum um 3,42 m. Amir Papazi frá Svartfjallalandi sigraði með 69,68 m löngu kasti.

Þess má geta að Örn á héraðsmet karla í spjótkasti, það er 71,69 metrar og það setti hann á Smáþjóðaleikunum á Möltu árið 2023, þar sem hann vann gullverðlaun.

Íslenska frjálsíþróttaliðið náði frábærum árangri á Smáþjóðaleikunum í Andorra og kom heim með fimm gullverðlaun, sjö silfurverðlaun og sjö bronsverðlaun.

Fyrri greinEva María bætti sig og stökk inn á lokamótið
Næsta greinLýsir yfir óvissustigi vegna norðanáhlaups