Örn og Rúnar þjálfa kvennaliðið

Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Örn Þrastarson sem þjálfara kvennaliðs Selfoss og honum til halds og trausts verður Rúnar Hjálmarsson.

Örn og Rúnar eru öllum Selfyssingum kunnir enda hafa þeir starfað fyrir félagið í mörg ár.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni segir að mikil ánægja sé með nýtt þjálfarateymi og alveg ljóst að spennandi tímar séu í vændum varðandi meistaraflokk kvenna á Selfossi

Fyrri greinBorholan fóðruð niður á 200 metra dýpi
Næsta greinLést eftir slys við Freysnes