Örn og Árni aftur í Mílan

ÍF Mílan hefur fengið tvo leikmenn lánaða frá Umf. Selfoss og munu þeir leika með liðinu í 1. deildinni það sem eftir er af tímabilinu.

Þetta eru leikstjórnandinn Örn Þrastarson, sem einnig hefur þjálfað lið Mílan, og hin fjölhæfa hægri skytta Árni Felix Gíslason.

Báðir voru þeir lánaðir frá Selfossi til Mílan í upphafi leiktíðar en kallaðir til baka í lið Selfoss í byrjun nóvember. Þeir snúa nú aftur á láni til Mílan og verða í eldlínunni strax í kvöld þegar Mílan sækir Gróttu heim á Seltjarnarnesið.

Fyrri greinEitthundrað keppendur á aldursflokkamóti
Næsta greinDagný semur við Bayern Munchen