Örn mikilvægastur hjá Hamri

Lokahóf Hamars fór fram á laugardagskvöld og þar var Örn Sigurðarson valinn mikilvægasti leikmaðurinn.

Hilmar Pétursson fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir og þá fengu Örn og Oddur Ólafsson viðurkenningu fyrir 100 leiki fyrir félagið.

Hamar náði athyglisverðum árangri í 1. deildinni í vetur. Liðið varð í 5. sæti í deildinni en sló Fjölni út í úrslitakeppninni og fór í oddaleik gegn liði Vals.