Örn með gull á Smáþjóðaleikunum

Örn Davíðsson. Ljósmynd/FRÍ

Selfyssingurinn Örn Davíðsson sigraði í spjótkasti karla á Smáþjóðaleikunum sem lauk á Möltu í dag.

Örn kastaði 71,69 m sem er hans besti árangur í ár og nýtt HSK-met bæði í karlaflokki og 30-34 ára öldungaflokki. Örn átti fyrri héraðsmetin sjálfur síðan á Vormóti HSK á dögunum en hann bætti þau um 27 sentimetra í dag.

Þetta voru einu gullverðlaun Íslands í frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna en íslenska landsliðið vann að auki ein silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun.

Fyrri greinByggingarréttur auglýstur í Svf. Árborg – heimamenn útilokaðir frá þátttöku
Næsta greinSkírnir dúxaði á Laugarvatni – margt er líkt með skyldum