Opnir tímar í Hamarshöllinni

Hvergerðingar geta nú mætt í opna tíma í Hamarshöllinni þar sem hægt er að fara í badminton, skotbolta, körfubolta og margt fleira.

Tímarnir eru á þriðjudögum kl. 18:30 til 21 á íþróttagólfinu. Þeir eru fyrir alla fjölskylduna, börn í fylgd með foreldrum og fullorðna, eldri en 20 ára.

Ekki er skipulögð dagskrá en hægt er að fara í badminton, skotbolta, körfubolta og margt margt fleira.

Iðkendur eru á eigin ábyrgð í tímunum.

Fyrri greinStaður styrkir HSu við hverja sölu
Næsta greinMálmhaus forsýnd í Selfossbíói