Opna Domnios mótið á sunnudaginn

Opna Dominos mótið í golfi verður á Svarfhólsvelli á Selfossi sunnudaginn 16. júní og verða aðeins leiknar 18 holur, en ekki 36 holur eins lagt var upp með í fyrstu.

Ræst verður út frá kl. 8 til 10 og svo aftur eftir hádegi frá kl. 13 til 15.

Glæsileg verðlaun verða í boði og er verðlaunað fyrir höggleik, punktakeppni, að vera næstur holu á par þrjú braut, lengsta teighöggið á níundu braut og fleira.

Aðstandendur mótsins segja völlinn góðan og verður séð til þess að aðstæður verði eins og best verður á kosið á sunnudaginn.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um mótið hér.

Fyrri greinHraðinn vekur ugg
Næsta greinÓnæði vegna hávaða frá borholum