Opinn fjölskyldutími í Iðu

Næstkomandi sunnudag, þann 17. janúar, verður opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Opnu tímarnir hófust fyrir áramót og heppnuðust vel þannig að fjörið byrjar aftur á sunnudaginn kl. 12:00 til 13:30.

Foreldrar geta komið í íþróttasalinn með börnunum og fjölskyldan leikið sér saman. Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari verður á staðnum til aðstoðar og leiðbeiningar.

Fyrri greinSvigrúm til viðhalds og framkvæmda
Næsta greinÞór mætir Keflavík í bikarnum