Önnur verðlaun Fjólu

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, varð önnur í 100 m grindahlaupi á Eyrarsundsleikunum í Helsingborg í Svíþjóð í dag.

Fjóla hljóp á tímanum 15,28 sek sem er nokkuð frá hennar besta. Hún rak sig utan í grind númer tvö og fékk skurð á hnéð en kláraði hlaupið. Að því loknu fór hún á sjúkrahús þar sem hnéð var saumað saman.

Haraldur Einarsson, Umf. Vöku, bætti sinn besta árangur í undanrásum í 200 metra hlaupi karla. Haraldur hljóp á 22,99 sek og komst í úrslitin þar sem hann hljóp á 23,03 sek og varð í 6. sæti.