Ondo skoraði gegn gömlu félögunum

Selfoss tapaði 1-2 þegar liðið tók á móti Grindavík á Selfossvelli í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.

Grindvíkingar komust yfir á 26. mínútu með marki Jóhanns Helga Hannessonar og staðan var 0-1 í hálfleik.

Gilles Mbang Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur, jafnaði metin fyrir Selfoss á 76. mínútu, en hann er til reynslu hjá Selfyssingum. Fimm mínútum síðar skoraði Rene Joensen sigurmarkið fyrir Grindvíkinga.

Grindvíkingar sitja ósigraðir í toppsæti riðilsins en Selfoss er á botninum án stiga eftir tvo leiki.

Fyrri greinLæsisstefnan gerð sýnilegri með veggspjöldum
Næsta greinÆ fleiri bæjarbúar að uppgötva golfvöllinn