Ómar og Gunnar HSK meistarar

Hið árlega HSK mót í tvímenningi var haldið í Selinu á Selfossi í byrjun janúar og mættu nítján pör til leiks. HSK meistarar urðu þeir Ómar Olgeirsson og Gunnar B. Helgason.

Spilaðar voru 11 umferðir með fjórum spilum á milli para, Monrad röðun, alls 44 spil. Keppnin var jöfn og spennandi fram á síðasta spil og skiptust efstu tvö pörin á að leiða mótið á meðan síðustu umferðinni stóð. Bridgefélag Selfoss sá um framkvæmd mótsins að venju.

Heildarúrslit má sjá á www.hsk.is, en hér að neðan má sjá efstu pörin á mótinu.

1. 414,0 58,8 Ómar Olgeirsson – Gunnar B Helgason Garpur/Hamar
2. 412,0 58,5 Sigfinnur Snorrason – Ríkharður Sverrisson Selfoss
3. 409,0 58,1 Björn Snorrason – Guðmundur Þ Gunnarsson Hvöt/Self
4. 389,0 55,3 Guðjón Einarsson – Vilhjálmur Pálsson Selfoss
5. 382,8 54,4 Eyþór Jónsson – Höskuldur Gunnarsson Baldur
6. 374,0 53,1 Vigfús Pálsson – Gísli Þórarinsson Skeið/Baldur