Ómar Ingi semur við Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnús­son hef­ur skrifað und­ir fjög­urra ára samn­ing við þýska handknattleiksliðið Mag­deburg frá og með sumrinu 2020.

Ómar hefur verið lykilmaður í danska meistaraliðinu og var meðal annars valinn í lið ársins á nýliðnu keppnistímabili. Ómar Ingi var marka­hæsti leikmaður Aal­borg með 129 mörk í deild­inni.

Ómar lék áður með Aarhus þegar hann fór út í atvinnumennsku 2016 en hafði áður leikið með Val og uppeldisfélaginu á Selfossi hér á landi.

Mag­deburg er stór­veldi í þýsk­um hand­bolta en liðið hafnaði í þriðja sæti í Bundeslig­unni á síðasta tíma­bili.

„Ég hlakka til að koma til Mag­deburg. Þegar ég heim­sótti fé­lagið fékk ég góða til­finn­ingu fyr­ir fé­lag­inu og borg­inni og held að ég passi vel inn í hug­mynda­fræði liðsins,“ er haft eft­ir Ómari Inga á heimasíðu Madgeburg.

Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.

Fyrri grein„Hentar ekki þeim sem óttast mannslíkamann“
Næsta greinNítján Íslandsmeistaratitlar til HSK/Selfoss