Ómar Ingi markahæstur á EM

Ómar Ingi Magnússon. Ljósmynd: HSÍ/Mummi Lú

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon varð markakóngur Evrópumótsins í handbolta með 59 mörk.

Daninn Mikkel Hansen var sá eini sem átti raunhæfa möguleika á að ná Ómari fyrir úrslitaleiki dagsins en hann tók ekki þátt í bronsleiknum í dag vegna meiðsla.

Þrír markahæstu menn mótsins eru því Ómar Ingi með 59 mörk, Mikkel Hansen með 48 mörk og Pólverjinn Arkadiusz Moryto með 47 mörk.

Ómar Ingi er annar Íslendingurinn í sögu mótsins til þess að verða markakóngur en Ólafur Stefánsson varð markakóngur á EM í Svíþjóð 2002, með 58 mörk. Þá hefur enginn Íslendingur áður skorað jafn mörg mörk á einu stórmóti, eins og Ómar skoraði í Ungverjalandi.

Fyrri greinFjölbreytt flóra heilsuvara í takt við kröfur viðskiptavina
Næsta greinHeiðin varasöm eftir hádegi