Ómar þjálfar KFR

Ómar Valdimarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KFR í 3. deildinni í knattspyrnu.

Samningur Ómars er til eins árs og mun hann hafa Viktor Steingrímsson hér til aðstoðar. Þeir félagar hefja störf þann 4. janúar nk.

Ómar er Selfyssingur en hann lék með Fylki frá 1995-2002 og hefur verið aðstoðarþjálfari Selfyssinga undanfarin ár.

Viktor er öllum hnútum kunnugur hjá KFR enda er einn af stofnendum félagsins.