Olson áfram með FSu – margir pennar á lofti

Erik Olson skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Körfuknattleiksfélag FSu og verður hann því aðalþjálfari liðsins til loka tímabilsins 2014.

Við sama tilefni skrifaði Bjarmi Skarphéðinsson undir ráðningarsamning sem framkvæmdastjóri félagsins og verður hann því starfandi sem slíkur til loka sama keppnistímabils.

Eftir að þeir Erik og Bjarmi skrifuðu undir var komið að leikmönnunum en þeir Ari Gylfason og Svavar Ingi Stefánsson skrifuðu undir eins árs samning við félagið. Þeir félagar voru öflugir á nýliðnu tímabili og verða áfram í lykilhlutverkum á næsta tímabili.

Það er því ljóst að Fsu ætlar sér stóra hluti á komandi misserum og samkvæmt heimildum sunnlenska.is er von er á frekari fréttum af félaginum á næstunni.

Fyrri grein„Við ákváðum að hafa gaman“
Næsta greinRafrænir fjallatindar