Ölli tryggði sigurinn úr víti undir lokin

Hamar fór upp í 2. sætið í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með því að leggja Kríu að velli á Seltjarnarnesi. Lokatölur urðu 1-2.

Friðrik Emilsson kom Hamri yfir á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Í upphafi síðari hálfleiks náði Kría að jafna og staðan var 1-1 þangað til rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Hamar fékk þá dæmda vítaspyrnu og fyrirliði liðsins, Örlaugur Magnússon, afgreiddi hana snyrtilega í netið.

Hamar vel af stað í deildinni í sumar og er með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum, 6 stig í 2. sæti. Næsti leikur liðsins er gegn GG á heimavelli næstkomandi þriðjudag.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 6/2017 – Úrslit
Næsta greinÁrni setti tíu HSK met