Öll sunnlensku liðin fengu útileiki

Í dag var dregið í 16-liða úrslit í Poweradebikar karla og kvenna í körfubolta. Öll sunnlensku liðin drógust á útivöll.

Hjá konunum dróst 2. deildarlið FSu/Hrunamanna gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkur og Hamar leikur á útivelli gegn Val.

Karlalið FSu leikur gegn Fjölni á útivelli en Þórsarar fara í Borgarnes og leika gegn Skallagrím.

Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram um mánaðarmótin nóvember/desember.

Fyrri greinVilja uppbyggingu skólastarfs í Villingaholti
Næsta greinKvenfélagskonur gáfu flatskjái