Óliver lánaður til Hollands

Óliver Þorkelsson í leik með Hamri síðasta sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Hamars hefur lánað hinn efnilega Óliver Þorkelsson til hollenska B-deildarliðsins De Graafschap.

Hann heldur út í janúar og er lánssamningurinn til sex mánaða. Óliver mun leika með U17 ára liði De Graafschap sem leikur í efsta styrkleikaflokki og mun Óliver því spila hörkuleiki næstu mánuðina.

Óliver fór á reynslu til De Graafschap í október síðastliðnum og stóð sig það vel að þeir vildu ólmir fá hann til sín, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hamri.

„Óliver er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins, með því að leggja á sig aukalega og hugsa um sig er allt hægt. Það er ekki bara nóg að mæta á skipulagðar æfingar. Óliver sýnir yngri iðkendum að það er hægt að fara frá Hamri erlendis,“ segir í tilkynningunni frá Hamri.

Fyrri greinHamar-Þór í jólastuði
Næsta greinSýnatökur hefjast á Hvolsvelli