Olís og Selfoss í samstarf

Knattspyrnudeild Selfoss og Olís skrifuðu í morgun undir styrktarsamning vegna Olísmótsins auk þess sem stuðningsmönnum býðst nú að kaupa bensínkort og styrkja deildina.

Olísmótið, Meistaradeild Olís, í 5. flokki karla í knattspyrnu verður haldið á Selfossi í sjöunda sinn í ágúst næstkomandi. Olís hefur frá upphafi verið aðalstyrktaraðili mótsins sem hefur aldrei verið stærra en í ár og er þegar fullskráð á það.

Selfyssingar skrifuðu einnig undir samning við Olís um tvennukort, bensínkort sem býður upp á sérkjör fyrir félagsmenn knattspyrnudeildarinnar. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB.

Meðal þess sem kortið býður uppá er 5 kr afsláttur á dæluverði hjá Olís og 3 kr afsláttur hjá ÓB.

Olís og ÓB greiða 2.500 krónur til félagsins fyrir hvert útgefið kort sem nær lágmarksveltu, 200 lítrum. Eftir það fær félagið 1 krónu af hverjum eldsneytislítra sem greiddur er með kortinu.

Eingöngu er hægt að sækja um kortið á netinu á www.olis.is/felog/tvennukort. Félagsmenn Selfoss þurfa að gæta þess að skrifa „KnattSelf“ í reitinn þar sem stendur „Hópur“. Kortið er svo sent í pósti til viðskiptavina þeim að kostnaðarlausu.

Fyrri greinHvolsskóli sigraði í Skólahreysti
Næsta greinVor í Árborg um miðjan maí