Óli Stefán ráðinn þjálfari Selfoss

Óli Stefán Flóventsson. Ljósmynd/Selfoss fótbolti

Knaattspyrnudeild Selfoss hefur ráðið Óla Stefán Flóventsson þjálfara meistaraflokks karla og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Óli hefur stýrt bæði KA og Grindavík í efstu deild karla, þar sem hann náði góðum árangri með bæði lið. Hann kom Grindvíkingum til að mynda upp úr 1. deildinni sumarið 2016 og endaði ári síðar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar. Þá náði endaði hann í 5.sæti með KA sumarið 2019, sem var besti árangur liðsins í fjöldamörg ár.

Á nýafstöðnu tímabili var Óli aðstoðarþjálfari Sindra á Hornafirði síðari hluta tímabilsins. Óli er með UEFA Pro þjálfaragráðu sem er æðsta þjálfaragráða UEFA.

„Ég var ekki endilega á leið í þjálfun aftur á þessum tímapunkti en þegar Selfoss hafði samband varð ég strax mjög áhugasamur. Eftir fyrsta kynningafund vissi ég að þetta starf ætti mjög vel við mig og fyrir það sem ég stend í þjálfun,” segir Óli í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeildinni.

„Hér er í senn frábær aðstaða, metnaðarfullt fólk í kringum félagið, og síðast en ekki síst spennandi leikmannahópur sem verður gaman að vinna með. Ég er stoltur og ánægður að tilheyra núna Selfoss fjölskyldunni og hlakka mikið til hefjast handa.”

Ljósmynd/Selfoss fótbolti
Fyrri greinKeldnakirkja 150 ára
Næsta greinValdimar kynnir Utanveltumann á Selfossi