Óli Guðmunds með fjóra titla og tvö Íslandsmet

Ólafur Guðmundsson stóð sig frábærlega á mótinu á Akureyri. Ljósmynd: FRÍ/Hlín Guðmundsdóttir

Meistaramót öldunga í frjálsum var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Þrír keppendur frá HSK/Selfoss tóku þátt og unnu öll Íslandsmeistaratitla.

Ólafur Guðmundsson keppti í átta greinum í flokki 50-54 ára og vann fjóra titla, í hástökki, stangarstökki, þrístökki og spjótkasti. Þá vann hann þrjú silfur og eitt brons. Ólafur setti sex HSK met í sínum flokki og tvö af þeim eru einnig Íslandsmet, en hann tvíbætti Íslandsmetið í þrístökki. Magnaður árangur hjá Óla, en þess má geta að hann fer upp um aldursflokk næsta vor, sem gerir þennan árangur enn glæsilegi.

Sigmundur Stefánsson keppti í fimm greinum í flokki 75-79 ára og þar vann hann þrjár greinar; sleggjukast, spjótkast og lóðkast og tvö silfurverðlaun þar að auki.

Ingibjörg Markúsdóttir keppti í sleggjukast og lóðkasti í flokki 35-39 ára og vann báðar greinarnar.

Sigmundur Stefánsson vann þrenn gullverðlaun. Ljósmynd: FRÍ/Hlín Guðmundsdóttir
Ingibjörg Markúsdóttir vann tvenn gullverðlaun. Ljósmynd: FRÍ/Hlín Guðmundsdóttir
Fyrri greinÞrenn umhverfisverðlaun veitt á Kjötsúpuhátíðinni
Næsta greinMagdalena og Kristín sæmdar pólskri heiðursorðu