Óli bætti 36 ára gamalt met Tomma löggu

Ólafur Guðmundsson. Ljósmynd: FRÍ/Hlín Guðmundsdóttir

Fjögur HSK met voru sett á Kastmóti Breiðabliks sem haldið var í Kópavogi síðastliðinn laugardag.

Þar bar helst til tíðinda að Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss, náði að bæta 36 ára gamalt HSK met Tómasar Jónssonar, Umf. Selfoss, í kúluvarpi í flokki 55-59 ára um tvo sentimetra. Ólafur kastaði 11,62 m og bætti met sem Tómas setti í Reykjavík árið 1989.

Kristján Kári, sonur Ólafs, stóð sig einnig með prýði á mótinu og bætti eigið héraðsmet í sleggjukasti í flokki 16-17 ára um 26 sm. Kristján Kári kastaði 51,62 m. Hann hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu vikur enda kastar hann vart sleggjunni án þess að setja me, hann er búinn að setja samtals 22 HSK met í sumar.

Að lokum tvíbætti Páll Jökull Pétursson, Umf. Selfoss, eigið HSK met í kringlukasti í flokki 65-59 ára. Fyrra met hans var 26,86 m en hann kastaði 27,40 m og bætti svo um betur og þeytti kringlunni 27,74 m.

Fyrri greinStefán ráðinn íþróttafulltrúi og yfirmaður íþróttamannvirkja
Næsta greinHreinsun á vatnsveitunni lokið