Olga gefur kost á sér í stjórn ÍSÍ

74. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík um helgina. Á þinginu í ár verður kosið um sjö sæti í framkvæmdatjórn ÍSÍ til fjögurra ára. Tíu einstaklingar hafa boðið sig fram og þar á meðal er Olga Bjarnadóttir á Selfossi, sem á sæti í varastjórn HSK.

Annar Sunnlendingur sem býður sig fram er Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, sem býður sig fram til endurkjörs. Það gætu því þrír Sunnlendingar átt sæti í stjórn ÍSÍ á næsta kjörtímabili, en Selfyssingurinn Þráinn Hafsteinsson var kosinn til fjögurra ára á síðasta þingi.

Þess má geta að mjög fáir Sunnlendingar hafa átt sæti í stjórn ÍSÍ frá upphafi. Auk Gunnars og Þráins eru það þau Sigurður Greipsson, Guðmundur Kr. Jónsson, Unnur Stefánsdóttir og Engilbert Olgeirsson.

Þingsetning verður kl. 15:00 á föstudag og þinginu lýkur á laugardag. Íþróttahéruð og sérsambönd ÍSÍ eiga samtals rétt á að senda 216 fulltrúa á þingið.  HSK á rétt á að senda sex fulltrúa og USVS einn fulltrúa.

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ var kjörinn til fjögurra ára á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2017 og á því tvö ár eftir af kjörtímabilinu.

Fyrri greinKröfuganga og ræðuhöld á Selfossi
Næsta greinNý slökkvistöð gjörbyltir aðstöðu Brunavarna Rangárvallasýslu