Ólafur Tryggvi bestur hjá Árborg

Ólafur Tryggvi Pálsson var útnefndur leikmaður ársins hjá Knattspyrnufélagi Árborgar á lokahófi félagsins sem fram fór í golfskálanum á Svarfhóli á laugardagskvöld.

Ólafur lék vel í hjarta varnarinnar hjá Árborg í sumar en hann var að auki valinn varnarmaður ársins.

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, lánsmaður frá Selfossi, var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Kjartan Atli Kjartansson fékk markakóngsbikarinn auk þess að vera valinn sóknarmaður ársins. Markús Árni Vernharðsson, annar ungur lánsmaður frá Selfossi, var valinn miðjumaður ársins.

Þá var Adólf Bragason valinn félagi ársins og Guðmundur Garðar Sigfússon, þjálfari liðsins, fékk viðurkenningu fyrir 200 leiki en hann er lang leikjahæsti leikmaður liðsins.

Fyrri greinÁfram friðun á suðvesturhorninu
Næsta greinKFR og BúAðföng gáfu stuttbuxur og vatnsbrúsa