Ólafur og Gunnar Björn HSK meistarar

HSK mótið í tvímenning í bridds var haldið í síðustu viku í Selinu á Selfossi. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða 20 pör, en það þýddi að það var fullt hús.

Spilað var um silfurstig auk þess sem mótið taldi til stiga í stigakeppni HSK árið 2016. Þá var einnig veittur í fyrsta skiptið nýr farandbikar í mótinu, en gefandi bikarsins var Vélaverkstæði Þóris á Selfossi, og færir briddsnefnd HSK honum bestu þakkir fyrir.

Sigurvegarar urðu Ólafur Steinason og Gunnar Björn Helgason með 59,7% skor. Þeir spiluðu fyrir Ungmennafélag Selfoss. Í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson með 58,6% skor. Þeir spiluðu einnig fyrir Ungmennafélag Selfoss. Í þriðja sæti urðu Viðar Gunngeirsson og Pétur Skarphéðinsson. Þeir spiluðu fyrir Golfklúbbinn Flúðir.

Heildarúrslit eru á www.hsk.is og www.bridge.is.

Fyrri greinSérdeild Suðurlands fékk menntaverðlaunin
Næsta greinBorga foreldrum fyrir að hafa börnin heima