Ólafur hættir sem formaður GLÍ

54. ársþing Glímusambands Íslands fór fram um síðustu helgi. Formannsskipti urðu á ársþinginu en Ólafur Oddur Sigurðsson gaf ekki lengur kost á sér sem formaður sambandsins.

Tvö voru í framboði til formanns, þau Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Sigurjón Leifsson. Sigraði Svana kosninguna með yfirburðum og hlaut hún 18 atkvæði gegn 3 hjá Sigurjóni. Það má því segja að konur hafi tekið við stjórn Glímusambandsins því þrjár aðrar konur voru kjörnar í stjórnina og einungis einn karlmaður. Ein nýju stjórnarkvennanna er Marín Laufey Davíðsdóttir.

Með Svönu og Marín í stjórninni eru Jóhanna Guðrún Snæfeld, Margrét Rún Rúnarsdóttir og Guðmundur Stefán Gunnarsson. Til vara eru þeir Snær Seljan Þóroddsson, Þórður Vilberg Guðmundsson og Gunnar Gústav Logason.


Nýkjörin stjórn GLÍ. Marín Laufey er lengst til hægri.

Fyrri greinRán ráðin hjúkrunarstjóri í Laugarási
Næsta greinLangþráður sigur á meistaramóti 15-22 ára í frjálsum