Ólafur Finsen í Selfoss

Selfyssingar hafa fengið Ólaf Karl Finsen til liðs við sig frá Stjörnunni en hann hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Ólafur Karl er fyrsti leikmaðurinn sem Selfyssingar fá til sín síðan að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik í haust.

Þessi 19 ára gamli leikmaður getur leikið bæði á vinstri kanti sem og í fremstu víglínu.

Ólafur Karl er uppalinn hjá Stjörnunni en hann lék með unglingaliði AZ Alkmaar frá 2008 og fram í mars 2010 þegar hann kom aftur heim í Garðabæinn.

Í fyrra skoraði Ólafur Karl fjögur mörk í fimmtán leikjum með Stjörnumönnum í Pepsi-deildinni.

Í sumar var Ólafur Karl lengi frá keppni vegna meiðsla en hann lék samtals fimm leiki með liðinu.

fotbolti.net greindi frá þessu