Ólafur Elí tilnefndur sem Íþróttaeldhugi ársins

Ólafur Elí Magnússon. Ljósmynd/ÍSÍ

Ólafur Elí Magnússon, Íþróttafélaginu Dímon á Hvolsvelli, er einn þriggja sem tilnefndur er sem Íþróttaeldhugi ársins 2023 hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Ólafur Elí hefur verið algjör lykilmaður í starfi Dímonar og fleiri félaga undanfarna áratugi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþrótta á svæðinu og er þá sama hvort um er að ræða borðtennis, glímu, blak, badminton eða frjálsar íþróttir.

ÍSÍ, í samvinnu við Lottó, stendur fyrir kjöri á Íþróttaeldhuga ársins samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 4. janúar næstkomandi. Kallað var eftir tilnefningum úr hreyfingunni og frá landsmönnum og bárust alls 163 tilnefningar um alls 112 einstaklinga úr 20 íþróttagreinum.

Auk Ólafs valdi sérstök valnefnd að tilnefna þau Edvard Skúlason, Knattspyrnufélaginu Val og Guðrún Kristín Einarsdóttir, blakdeild Aftureldingar og mun eitt þeirra hljóta heiðursviðurkenninguna Íþróttaeldhugi ársins 2023.

Fyrri greinMódelteikning í listasafninu
Næsta greinSpennandi tækifæri fyrir Janus Daða